Prime Minister's Office of Iceland

04/07/2024 | Press release | Distributed by Public on 04/07/2024 13:45

Ríkisstjórnin samþykkir stefnu Íslands um sjálfbæra þróun til 2030

Stefna Íslands um sjálfbæra þróun til ársins 2030 var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar þriðjudaginn 2. júlí sl. Í stefnunni er sett fram sú framtíðarsýn að stjórnvöld og samfélagið vinni sameiginlega að framgangi sjálfbærrar þróunar fyrir árið 2030.

Í stefnunni er gerð tillaga um aukna samhæfingu til að hraða aðgerðum í samræmi við markmið alþjóðlegrar sjálfbærniáætlunar Sameinuðu þjóðanna, Agenda 2030 (heimsmarkmiðin). Að auki tekur stefnan mið af alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland hefur gerst aðili að, samþykkt eða fullgilt.

Stefna Íslands um sjálfbæra þróun

Vefsvæði Sjálfbærs Íslands