The President of Iceland

19/09/2024 | Press release | Distributed by Public on 20/09/2024 04:26

Réttardagur í Mörk

Fréttir|19. sep. 2024

Réttardagur í Mörk

Forsetahjón heimsækja íbúa á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík í tilefni af réttardegi sem þar er haldinn árlega að hausti. Þá gerir heimilisfólk sér glaðan dag í anda fjárleitarmanna, en víða um land er fé smalað til rétta um þessar mundir.

Theodóra Hauksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Gísli Páll Pálsson, stjórnarformaður Grundarheimilanna, tóku á móti forsetahjónum og fylgdu þeim fyrst með leiðsögn um 2. hæð hjúkrunarheimilisins. Þar er búa 31 á þremur heimilum. Forsetahjón ræddu við heimilisfólk og heimsóttu heimsóttu nokkur heimili.

Að því loknu var forsetahjónum boðið að snæða íslenska kjötsúpu á borðsal með íbúum 60 ára og eldri. Forseti ávarpaði salinn og að loknum hádegisverði var svo efnt til hópsöngs við gítarspil þar sem íslensk dægurlög voru á efnisskránni.

Deila