10/29/2024 | Press release | Distributed by Public on 10/29/2024 05:48
Nýr samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs um netöryggi verður kynntur til leiks á fundi í Hörpu í dag. Fundurinn hefst klukkan 14 þar sem fimm ræðumenn munu fara yfir helstu málefni á þessu sviði. Samstarfsvettvangurinn er á forræði háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins sem fer með netöryggismál.
Tilgangur vettvangsins er að stuðla að auknu samtali og samstarfi milli einkageirans og hins opinbera á sviði netöryggis, en stofnun vettvangsins er liður í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggi sem kynnt var til sögunnar árið 2022. Þar er m.a. tekið fram að nauðsynlegt sé að styrkja og formgera samstarf stjórnvalda og atvinnulífsins um netöryggismál og hefur ráðuneytið haft veg og vanda af því að koma slíku samstarfi á legg. Nú, tveimur árum síðar, er komið að því að kynna samstarfsvettvanginn formlega til sögunnar.
Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér og dagskrá hans er eftirfarandi:
Fundarstjóri:
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Defend Iceland