11/07/2024 | Press release | Distributed by Public on 11/07/2024 08:20
Utanríkisráðuneytið stendur fyrir tveimur sérstökum atkvæðagreiðslum utan kjörfundar á Spáni vegna komandi alþingiskosninga, líkt og áður hefur komið fram. Með þessu vill utanríkisráðuneytið tryggja þjónustu á svæðum þar sem fjöldi íslenskra ríkisborgara hefur ekki beinan aðgang að kjörræðismanni.
Á Tenerife verður kosið dagana 17. og 18. nóvember og fara atkvæðagreiðslurnar fram á H10 Conquistador hótelinu frá kl. 10:00 - 14:00báða dagana.
Þar verður sömuleiðis boðið upp á að sækja um vegabréf og nafnskírteini, en bóka þarf tíma fyrir það sérstaklega hér.
Ræðismaður Íslands á Kanaríeyjum stendur einnig fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Tenerife þann 21. nóvember frá kl. 10:00 - 12:00, sem fram fer í Adeje City Hall, við Calle Grande 1, 38670 Adeje, Tenerife.
Þá er vakin sérstök athygli á því að kjörræðismaður Íslands í Las Palmas stendur sömuleiðis fyrir sérstakri utankjörfundaratkvæðagreiðslu, á suðurhluta Gran Canaria, þann 19. nóvember og fer hún fram á veitingastaðnum Why Not Lago? milli kl. 09:00 og 13:00.
Sérstakar utankjörfundaratkvæðagreiðslur vegna alþingiskosninganna fara sömuleiðis fram á Torrevieja á tímabilinu 20. - 22. nóvember, á Piscina bar frá kl. 13:00 - 16:00alla dagana. Heimilisfangið er Calle del Gorrión 5, 03189 Orihuela, Alicante.
Þar verður íslenskum ríkisborgurum jafnframt boðið upp á að sækja um vegabréf og nafnskírteini, en bóka þarf tíma fyrir það sérstaklega hér.