The President of Iceland

07/03/2024 | Press release | Distributed by Public on 07/04/2024 05:35

Vistþorpið Sólheimar

Fréttir|03. júlí 2024

Vistþorpið Sólheimar

Forseti tekur á móti bandaríska arkitektinum Charles Durrett og fær afhenta nýja bók hans um Sólheima, sjálfbært samfélag í Grímsnesi. Með í för var Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima.

Bókin ber titilinn One Life, live it! Sólheimar Ecovillage and the Importance of Neuro-Inclusive Communities. Þar er sjónum beint að Sólheimum sem fyrirmyndarvistþorpi og kjarnasamfélagi, en það er búsetuform sem nýtur vaxandi vinsælda víða um heim. Charles Durrett hefur sérhæft sig sem arkitekt í hönnun vistþorpa bæði í Kaliforníu í Bandaríkjunum og í Danmörku og lítur til Sólheima sem fyrirmyndar í þeim efnum.

Í bókinn er rætt við bæði starfsfólk og íbúa Sólheima og tók stjórnarformaður Sólheima einnig við eintaki af bókinn fyrir þeirra hönd.

Forseti fór að Sólheimum í sinni fyrstu opinberu heimsókn eftir embættistöku, hinn 3. ágúst 2016. Þá kynnti forseti sér sjálfbærni staðarins og gróðursetti tré. Árið 2020 sótti forseti 90 ára afmælishátíð Sólheima og árið 2023 flutti forseti ávarp á Sólheimum í tilefni af 75 ára afmæli Reynis Péturs Gunnarssonar, garðyrkjubónda og íbúa á Sólheimum. Árið 1985 gekk hann fyrstur manna hringveginn allan, safnaði þannig fé til byggingar íþróttahúss á staðnum og vakti athygli á réttindum og stöðu fatlaðra í landinu. Á nýársdag 2024 var Reynir Pétur sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.

Deila