Government Offices of Iceland

11/12/2024 | Press release | Distributed by Public on 11/12/2024 08:54

Styrkir til menningarsamstarfs milli Noregs og Íslands - opið fyrir umsóknir til 3.des

Norsk stjórnvöld leggja árlega til fjárveitingu til norsks-íslensks menningarsamstarfs. Markmið framlagsins er að stuðla að fjölbreyttu menningarsamstarfi milli Noregs og Íslands. Þau sem starfa á sviði lista og menningar í Noregi og á Íslandi geta nú sótt um styrki til fjölbreyttra samstarfsverkefna á sviði menningar sem skapa tengsl milli listamanna og þeirra sem starfa við menningarmál. Norskir og íslenskir listamenn, menningarstarfsmenn, menningarstofnanir og samtök geta því sótt um styrk.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrkina og er umsóknafrestur til 3. desember nk. Norska menningarráðið (Norsk Kulturdirektoratet ) og menningar- og viðskiptaráðuneytið taka umsóknirnar til umfjöllunar. Umsækjendur verða að fylla út umsóknareyðublað á vef norska menningarráðsins en þar má finn allar upplýsingar um umsóknarskilyrði og upphæð framlagsins. Æskilegt er að umsóknir séu skrifaðar á norsku, dönsku, sænsku eða ensku. Umsóknarfrestur um styrki rennur út kl. 12:00 þann 3. desember nk.

Sjá einnig:
Vefur norska menningarráðsins
Umsóknareyðublaðið