The President of Iceland

10/31/2024 | Press release | Archived content

Óperudagar

Fréttir|31. okt. 2024

Óperudagar

Forseti tekur á móti aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Óperudaga. Hátíðin er vettvangur klassískra söngvara og þeirra samstarfsfólks sem vilja í sameiningu efla óperu-, söng-, og tónlistarleikhússenuna á Íslandi. Óperudagar er ein af Borgarhátíðum Reykjavíkurborgar frá 2023-2025 og undir merkjum hennar er staðið að fjölda viðburða bæði á hefbundnum og óvenjulegum tónleikastöðum.

Fjöldi gesta frá Norðurlöndum sækir hátíðina, auk Íslendinga. Forseti bauð lykilþáttakendum til móttöku á Bessastöðum þar sem rætt var um gildi tónlistar og söngs til að stuðla að samhljómi í samfélaginu. Þá sungu gestirnir tvö lög fyrir forseta, Vikivaka og Hvíta máva.

Deila