Nyi Landsbanki Islands hf.

11/12/2024 | Press release | Distributed by Public on 11/12/2024 10:42

S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar

Í tilkynningu S&P er vísað til þess að jákvæðar horfur endurspegli aukinn viðnámsþrótt (e. loss-absorbing capacity) og þar með mögulega hækkun lánshæfismats auki bankinn við undirskipaðar skuldbindingar sínar umfram aðlagað viðmið S&P um 4% af áhættuvegnum eignum, samkvæmt aðferðafræði S&P.

Í rökstuðningi sínum bendir S&P á að Landsbankinn var fyrstur íslenskra banka til að gefa út víkjandi forgangsskuldabréf (e. senior non-preferred bond) og hafi þar með sýnt fram á gott aðgengi að markaði, sem og áhuga fjárfesta á slíkri útgáfu.

Tilkynning S&P