Results

The President of Iceland

09/06/2024 | Press release | Archived content

Kanada

Fréttir|06. sep. 2024

Kanada

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Kanada, Jennifer Hill, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um gott samstarf Íslands og Kanada, sameiginlega sögu og framtíðarhagsmuni ríkjanna, meðal annars þegar kemur að öryggismálum á norðurslóðum. Í því samhengi var rætt um ráðstefnuna Hringborð norðurslóða sem framundan er í Reykjavík í október.

Einnig var rætt um samfélagslegar áskoranir í báðum löndum, stöðu ungs fólks og aðgerðir til að bæta andlega heilsu þeirra og vellíðan, meðal annars í gegnum forvarnarverkefnið Planet Youth, íslenska módelið svo nefnda, sem innleitt hefur verði með góðum árangri í Kanada.

Þá var rætt um Youth Mobility Arrangement, samkomulag milli Kanada og Íslands sem gerir ungmennum á aldrinum 18-30 ára kleift að sækja um atvinnuleyfi í báðum löndum.

Að lokinni afhendingu trúnaðarbréfs forseta heilsaði forseti starfsfólki kanadíska sendiráðsins á Íslandi. Loks var boðið til móttöku fyrir embættismenn og fulltrúa úr íslensku samfélagi sem sinna samskiptum Kanada og Íslands.

Deila