The President of Iceland

10/18/2024 | Press release | Distributed by Public on 10/18/2024 11:02

Loftslagserindreki Kína

Fréttir|18. okt. 2024

Loftslagserindreki Kína

Forseti fundar með Liu Zhenmin, sérstökum erindreka Kína í loftslagsmálum. Hann er hér á landi í tengslum við Hringborð norðurslóða sem fer nú fram í Hörpu í Reykjavík. Rætt var um stefnu Kínverja þeirra gagnvart norðurheimskautinu og markmið Kína í loftslagsmálum. Þar á meðal um þróun sólar-, vind og kjarnorkuvera í Kína og markmið þeirra um að allt að 80% af orkugjöfum landsins verði endurnýtanlegir. Einnig var rætt um framþróun við kolefnisförgun og mögulega samstarfsmöguleika landanna í orkumálum. Þá var greint frá umleitunum Kínverja eftir því að koma á beinu flugi milli Kína og Íslands og aukna ferðamennsku Kínverja hér á landi.

Fundinn sat einnig He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi.

Deila