Prime Minister's Office of Iceland

10/18/2024 | Press release | Distributed by Public on 10/18/2024 08:22

Breytingar á skipan ráðherraembætta

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í gær var fallist á tillögur um að veita Svandísi Svavarsdóttur, Guðmundi Inga Guðbrandssyni og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur lausn frá ráðherraembættum sínum.

Einnig staðfesti forseti Íslands breytingu á forsetaúrskurði um skiptingu starfa ráðherra. Eftir breytingarnar er skipan ráðherra í ríkisstjórninni eftirfarandi:

  • Bjarni Benediktsson fer með forsætisráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og matvælaráðuneytið.
  • Sigurður Ingi Jóhannsson fer með fjármála- og efnahagsráðuneytið og innviðaráðuneytið.
  • Guðlaugur Þór Þórðarson fer með umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fer með utanríkisráðuneytið.
  • Lilja Dögg Alfreðsdóttir fer með menningar- og viðskiptaráðuneytið.
  • Ásmundur Einar Daðason fer með mennta- og barnamálaráðuneytið.
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fer með háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið.
  • Willum Þór Þórsson fer með heilbrigðisráðuneytið og verður einnig samstarfsráðherra Norðurlanda.
  • Guðrún Hafsteinsdóttir fer með dómsmálaráðuneytið.