12/03/2024 | Press release | Distributed by Public on 12/03/2024 11:09
Forseti ávarpar hátíðarviðburð Öryrkjabandalags Íslands og veitir hvatningarverðlaun samtakanna á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Forseti Íslands er verndari verðlaunanna, sem veitt eru þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að jafnrétti og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Handhafar verðlaunanna í ár eru "Fúsi, aldur og fyrri störf" og "Taktu flugið, beibí".
Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, oftast kallaður Fúsi, veitti verðlaunum viðtöku en hann er annar höfunda leikverksins, ásamt Agnari Jóni Egilssyni. Þá tók Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir á móti verðlaunum, en hún er höfundur "Taktu flugið, beibí".
Í ávarpi sínu minnti forseti á mikilvægi kærleikans og sagðist jafnframt vonast til þess að næsta ríkisstjórn haldi málaflokki fatlaðs fólks á lofti.